Myndlistarsýningin (Ó)geðshræring sem Fitore Alísdóttir Berisha stendur fyrir er opnuð í Space Odyssey við Bergstaðastræti 4 í dag, laugardaginn 23. nóvember, kl. 16. Segir í tilkynningu að sýningin sé ákveðið uppgjör við óttann sem margir upplifi…
Sýningaropnun Fitore er flutt aftur til Íslands eftir sex ára dvöl erlendis.
Sýningaropnun Fitore er flutt aftur til Íslands eftir sex ára dvöl erlendis.

Myndlistarsýningin (Ó)geðshræring sem Fitore Alísdóttir Berisha stendur fyrir er opnuð í Space Odyssey við Bergstaðastræti 4 í dag, laugardaginn 23. nóvember, kl. 16. Segir í tilkynningu að sýningin sé ákveðið uppgjör við óttann sem margir upplifi út af heimsástandinu en um leið óður til mennskunnar. „Sjálf hef ég upplifað hörmulegt stríð í Kósóvó. Stríðið í Úkraínu og þjóðarmorðin á Gasa vekja erfiðar tilfinningar. Ísland er griðastaðurinn minn og ég næ dýrmætri ró hérna,“ er haft eftir Fitore, sem flutti aftur til Íslands í sumar. „Ótti minn og sorg koma fram í hverju verki sýningarinnar – tilfinningar sem framkallast í sameiginlegri baráttu mannkyns fyrir kærleika.“