Gunnar J. Straumland yrkir á alþjóðadegi heimspekinnar: Einhvers staðar er nú log- andi sól að rísa. Hér er komin hógvær og heimspekileg vísa. Einhver áhöld voru um það hvort frambjóðanda Miðflokksins hefði verið vísað út af kosningafundi í…

Pétur Blöndal

p.blondal@gmail.com

Gunnar J. Straumland yrkir á alþjóðadegi heimspekinnar:

Einhvers staðar er nú log-

andi sól að rísa.

Hér er komin hógvær og

heimspekileg vísa.

Einhver áhöld voru um það hvort frambjóðanda Miðflokksins hefði verið vísað út af kosningafundi í Verkmenntaskólanum á Akureyri fyrir að krota á kosningavarning annarra flokka. Erlingur Sigtryggsson yrkir af því tilefni:

„Nú er úti veður vott“,

villtur gerðist kálfur.

Var úr fjósi vísað brott,

en vissi það ekki sjálfur.

Davíð Hjálmar

...