Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mátti þola sitt annað eins marks tap gegn Sviss á þremur dögum er liðin mættust í Schaffhausen í gær. Urðu lokatölur 29:28 í lokaleik Íslands fyrir lokamót EM. Íslenska liðið var með undirtökin framan af í gær og var staðan í hálfleik 12:9
Markahæst Skyttan Andrea Jacobsen, sem var markahæst í íslenska liðinu með níu mörk, sækir að svissneska markinu í Schaffhausen í Sviss í gær.
Markahæst Skyttan Andrea Jacobsen, sem var markahæst í íslenska liðinu með níu mörk, sækir að svissneska markinu í Schaffhausen í Sviss í gær. — Ljósmynd/HSÍ

Landsleikur

Jóhann Ingi Hafþórsson

johanningi@mbl.is

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mátti þola sitt annað eins marks tap gegn Sviss á þremur dögum er liðin mættust í Schaffhausen í gær. Urðu lokatölur 29:28 í lokaleik Íslands fyrir lokamót EM.

Íslenska liðið var með undirtökin framan af í gær og var staðan í hálfleik 12:9. Ísland náði svo mest fimm marka forskoti í byrjun seinni hálfleiks. Svissneska liðið gafst hins vegar ekki upp og sneri leiknum sér í vil.

Andrea Jacobsen var markahæst hjá íslenska liðinu með níu mörk og Dana Björg Guðmundsdóttir skoraði fimm.

„Auðvitað er ég svekktur,“ sagði landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson í samtali við Morgunblaðið

...