Við þurfum að skapa aðstæður þar sem heilbrigðisstarfsfólk hefur tækifæri til að starfa í umhverfi þar sem við fáum sem mest út úr gæðum þess.
Gunnar Örn Jóhannsson
Gunnar Örn Jóhannsson

Gunnar Örn Jóhannsson

Öflugt opinbert heilbrigðiskerfi er sameiginleg sýn flestra Íslendinga en umræða um heilbrigðiskerfið er oft mjög villandi þar sem einkarekstri er blandað saman við einkavæðingu. Útfærsluatriðið hvort hið opinbera eigi að reka alla heilbrigðisþjónustu sjálft eða leggja traust sitt á einkaframtak heilbrigðisstarfsfólks virðist umdeildara þrátt fyrir jákvæða reynslu af því fyrirkomulagi.

Einkarekstur innan opinbers kerfis má finna víða og hefur verið hluti af því í áratugi. Einkarekin heilbrigðisfyrirtæki hafa veitt góða og hagkvæma þjónustu fyrir hið opinbera og sjúkratryggða einstaklinga á Íslandi. Sá hluti sem er með samninga við Sjúkratryggingar Íslands og tilheyrir opinberu heilbrigðiskerfi veitir þjónustu án kostnaðarauka fyrir þá sem sækja þjónustuna.

Rekstrarform á

...