Í Ísl. orðabók merkir skoðanaskipti 1) að skipta um skoðun, 2) að aðilar máls skýra hvor öðrum afstöðu sína og skoðun. Í orðabók Árnastofnunar er síðari merkingin ein
Í Ísl. orðabók merkir skoðanaskipti 1) að skipta um skoðun, 2) að aðilar máls skýra hvor öðrum afstöðu sína og skoðun. Í orðabók Árnastofnunar er síðari merkingin ein. Nýjasta dæmi í Ritmálssafni um þá fyrri er frá því upp úr 1900. Enn getur maður skipt um skoðun en skoðanaskipti hefur maður við aðra, vilji maður skiljast!