Aristóteles og lýðræði: Eðli kosninga.
Hermann Stefánsson
Hermann Stefánsson

Hermann Stefánsson

Í fyrsta lagi: Það er grundvallaratriði þegar kemur að því að yfirleitt botna nokkuð í stjórnmálum, bæði innlendum og á alþjóðavettvangi, að hafa lesið bókina Stjórnmál eftir forngríska heimspekinginn Aristóteles. Ekki er víst að maður geri sér sjálfur grein fyrir atkvæði sínu, hvað þá geti gert öðrum grein fyrir því, eftir þann lestur en þó væri vel ef: 1) Bókin væri til á íslensku 2) Hún væri gerð að skyldulesningu í skólum.

Aristóteles tortryggir lýðræðið. Hann álítur mjög skammt á milli lýðræðis og alræðis. Þetta er nokkuð flókið að útskýra í stuttu máli en stjórnskipulög ganga í hringi. Ekki eru svo margir áratugir frá því að við eða forfeður okkar sáu lýðræðislega kjörinn stjórnmálamann breyta sér í einræðisherra. Færri átta sig á því að Theodore Roosevelt Bandaríkjaforseti var í seinni heimsstyrjöld undir miklum

...