Unnið var að hækkun varnargarðanna L3 og L4 í gær og í nótt og mun vinna við verkið halda áfram næstu daga. Arnar Smári Þorvarðarson, byggingartæknifræðingur hjá Verkís, segir í samtali við Morgunblaðið að unnið hafi verið á tveimur svæðum –…
Egill Aaron Ægisson
egillaaron@mbl.is
Unnið var að hækkun varnargarðanna L3 og L4 í gær og í nótt og mun vinna við verkið halda áfram næstu daga.
Arnar Smári Þorvarðarson, byggingartæknifræðingur hjá Verkís, segir í samtali við Morgunblaðið að unnið hafi verið á tveimur svæðum – annars vegar frá Njarðvíkuræðinni til vesturs og hins vegar í norðaustur frá þeim stað þar sem bílastæði Bláa lónsins var.
Greint hefur verið frá því að hraungarðurinn hafi hækkað og náð varnargörðum að hæð á einhverjum svæðum og staðfestir Arnar það.
„Já, já, það hefur náð hæð varnargarðanna hérna á þessum kafla. Frá þar sem áður var bílastæði Bláa lónsins og alveg að hitaveituæðinni,“ segir byggingartæknifræðingurinn en tekur þó fram
...