Fræ Á myndinni er Jón Jónsson. Með honum í för var Oddur Árnason en þeir unnu áratugum saman hjá Landgræðslunni. Þeir félagar eru að koma inn á landgræðslusvæði á Landmannaafrétti 1972. Jón ók dráttarvélinni og melfræið var laust á kerrunni og þar sat Oddur. Diskaherfi var fest aftan í kerruna og handdreifði Oddur fræinu á sandinn fyrir framan herfið til að fella það niður í sandinn. Þeir voru í sex daga í einu í útlegð og gistu í gangnamannakofa.
Fræ Á myndinni er Jón Jónsson. Með honum í för var Oddur Árnason en þeir unnu áratugum saman hjá Landgræðslunni. Þeir félagar eru að koma inn á landgræðslusvæði á Landmannaafrétti 1972. Jón ók dráttarvélinni og melfræið var laust á kerrunni og þar sat Oddur. Diskaherfi var fest aftan í kerruna og handdreifði Oddur fræinu á sandinn fyrir framan herfið til að fella það niður í sandinn. Þeir voru í sex daga í einu í útlegð og gistu í gangnamannakofa. — Ljósmynd/Sveinn Runólfsson

Allt frá upphafi sand- og landgræðslu hér á landi hefur íslenska melgresið verið langöflugasta plöntutegundin í baráttunni við sandinn. Melkorni var safnað í Skaftafellssýslum og austan verðri Rangárvallasýslu frá því að land byggðist, og var þreskt á skökustokkum og verkað í sofnhúsum. Melkornið skipti fólk sannarlega máli. Sem dæmi má nefna að árið 1900 uppskáru bændur um 80 tunnur af melkorni í Meðallandi og bægðu þar með hungurvofunni frá. Ef melkornið fauk í óveðrum á haustin og uppskeran brást, horfðu menn fram á matarskort og hungur.

Kornið var þreskt með þústi

Gunnlaugur Kristmundsson, fyrsti sandgræðslustjórinn, keypti handskorin öx af bændum í Landsveit og lét einnig safna melöxum víðar strax í upphafi sandgræðslu hér á landi árið 1908. Gunnlaugur lét áður fyrr þreskja kornið með þústi. Þústur er fornt og einfalt tæki til að þreskja korn sem

...