Á föstudag mátti litlu muna að bitcoin ryfi 100.000 dala múrinn en hæst fór gengi rafmyntarinnar upp í 99.800 dali. Gengið lækkaði ögn á laugardag og sunnudag og kostaði eitt bitcoin tæplega 97.000 dali seint á sunnudag.
Verð bitcoin tók kipp eftir að niðurstöður bandarísku forsetakosninganna lágu fyrir og rauk á einni viku úr rúmlega 68.000 dölum upp í rösklega 88.000 dali. Mælist hækkun bitcoin rösklega 44% undanfarna 30 daga en frá ársbyrjun hefur rafmyntin styrkst um nærri 120%.
Vert er að muna að rafmyntamarkaðurinn var í lægð 2022 og 2023 en í hækkunarfasanum þar á undan fór gengi bitcoin yfir 64.000 dali og hálfu ári síðar var gengið komið undir 20.000 dali.
Er styrking bitcoin að undanförnu rakin til þess að Donald Trump þykir jákvæður í garð rafmynta og annarra stafrænna eigna
...