Sigurður Már Jónsson blaðamaður fjallar í pistli á mbl.is um hversu langt mörg ríki hafa gengið í að breyta hratt þjóðunum sem þar búa. Hann vitnar meðal annars í tékkneska rithöfundinn Milan Kundera:
„Besta leiðin til að útrýma þjóðum er að svipta þær minninu. Eyðileggja bækur þeirra, menningu, sögu. Síðan gleymir þjóðin smátt og smátt hver hún var [...] tungumálið verður fljótlega að viðundri sem hverfur fyrr eða síðar.“ Kundera sá hrylling sósíalismans með eigin augum í heimalandi sínu þar sem nýr siður átti að víkja eldri gildum til hliðar. Sigurður Már bendir á að margir hér á landi upplifi stöðuna þannig að heyja verði varnarbaráttu fyrir stöðu tungunnar.
Þá víkur hann að því hvort þjóð geti svipt sig minninu og hvort það geti gerst ef samsetning hennar breytist of hratt. „Nýtt fólk með nýja siði tekur við, þróun,
...