Í húsi íslenskunnar stendur yfir stórmerkileg sýning

Fyrr í mánuðinum var hafist handa við að flytja fyrstu handritin úr Árnagarði yfir í framtíðarheimili þeirra í Eddu. Þetta var gert með nokkurri viðhöfn, enda mikilvægt skref í varðveislu og ekki síður sýningu þessa merkilega menningararfs þjóðarinnar.

Nú stendur einmitt yfir sýning á nokkrum ómetanlegum dýrgripum, svo sem Konungsbók eddukvæða sem rituð var hér á landi á síðari hluta 13. aldar. Hún var á 17. öld send Danakonungi, sem skýrir nafngiftina, en kom aftur heim til Íslands með samningum við Dani fyrir rúmri hálfri öld. Á sýningunni er einnig að finna hluta af Egils sögu, Möðruvallabók og Flateyjarbók, svo nokkuð sé nefnt, og er óhætt að mæla með því að fólk geri sér ferð í Eddu til að sjá þessi verk, sem er mikil upplifun, ekki síst á sýningu sem svo vel hefur verið staðið að.

Íslendingar geta verið stoltir af

...