Unnur Rán segir að Sósíalistaflokkurinn vilji leggja mikla áherslu á lýðheilsumál bænda og húsnæðismál. Spurð hvort vel sé tekið á móti sósíalistum í þessu íhaldssama kjördæmi segir hún að svo sé.
„Ég veit svo sem alveg hvernig landið liggur – hefur legið – en við vonumst til þess að breyta því af því að sósíalismi á jafnt við hvar sem er á landinu eða í heiminum,“ segir hún.
„Hver vill ekki fá sósíalíska hugsun eins og að laga heilbrigðiskerfið og fá læknana í byggðirnar? Fá heimalækninn sinn í byggðina eða gjaldfrjálst heilbrigðiskerfi?“ segir Unnur.
Hún vill að það verði stofnaður samfélagsbanki svo að bankar geti ekki greitt hluthöfum arð. „Þessi hagnaður á bara að fara til landsmanna – til notendanna – til að jafna kjör á við það sem gerist annars staðar
...