Samningafundi í kjaradeilu kenn­ara, rík­is og sveit­ar­fé­laga lauk á sjötta tímanum í gær. Hafði þá lítið þokast í viðræðunum. „Það væru mjög mikl­ar ýkj­ur að segja að það hafi skot­gengið því það gerðist nátt­úru­lega ekk­ert óskap­lega margt
Karphúsið Kennarar og viðsemjendur þeirra funduðu án árangurs.
Karphúsið Kennarar og viðsemjendur þeirra funduðu án árangurs. — Morgunblaðið/Eggert

Sólrún Lilja Ragnarsdóttir

solrun@mbl.is

Samningafundi í kjaradeilu kenn­ara, rík­is og sveit­ar­fé­laga lauk á sjötta tímanum í gær. Hafði þá lítið þokast í viðræðunum.

„Það væru mjög mikl­ar ýkj­ur að segja að það hafi skot­gengið því það gerðist nátt­úru­lega ekk­ert óskap­lega margt. En það er alla­vega þannig að við erum ennþá með plan sem hef­ur ekki verið breytt og við höld­um áfram að feta okk­ur eft­ir þeim vegi. En sá veg­ur er bæði háll og myrk­ur,“ sagði Ástráður Har­alds­son rík­is­sátta­semj­ari að fundi loknum.

...