Viðar Garðarsson
Í komandi þingkosningum, 30. nóvember næstkomandi, átt þú val um nokkra möguleika. Þú getur til dæmis valið að elta innantóm loforð, sem mörg hver hafa verið gefin oft áður, ávallt án efnda. Þú getur
líka valið að gefa þeim sem segjast vera með plan atkvæði þitt. Reyndar var það þannig að síðast þegar sá stjórnmálaflokkur var með
plan, sem kallaðist „Skjaldborg
um heimilin“, þá endaði það ekki vel. Þú gætir líka ákveðið að gefa þeim stjórnmálaflokkum sem eru lengst til vinstri atkvæði þitt. En allir sem lesa sögu vita að hvergi í heiminum hafa sósíalískir stjórnarhættir skilað þegnunum þeim ávinningi sem lofað er í sósíalískri stefnu.
Svo er auðvitað hægt að kjósa þá sem hafa þá eindregnu stefnu að standa við það sem lofað er, segja minna en leggja á það áherslu að tillögur séu skynsamlegar
...