Á nokkrum stöðum er glóandi hraun frá Sundhnúkagígum að nálgast varnargarðana við Svartsengi, en hefur þó ekki náð að skríða yfir þá. Þar kemur til kæling á elfinni; affallsvatni sem kemur frá virkjun HS Orku er dælt á hraunið sem klárlega skilar sínu
Landslag Hraun úr gosi síðustu daga hefur breitt úr sér yfir stórt svæði. Kraftur gossins dvínar en allt er þó óljóst.
Landslag Hraun úr gosi síðustu daga hefur breitt úr sér yfir stórt svæði. Kraftur gossins dvínar en allt er þó óljóst. — Morgunblaðið/Hákon

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

Á nokkrum stöðum er glóandi hraun frá Sundhnúkagígum að nálgast varnargarðana við Svartsengi, en hefur þó ekki náð að skríða yfir þá. Þar kemur til kæling á elfinni; affallsvatni sem kemur frá virkjun HS Orku er dælt á hraunið sem klárlega skilar sínu. Þetta er mat Helga Hjörleifssonar sem stýrir hraunkælingunni. Hann kemur úr slökkviliði höfuðborgarsvæðisins en menn þaðan og úr slökkviliðum víða af suðvesturhorninu koma að aðgerðum; 4-6 menn á hverri vakt og stundum fleiri.

„Við virkjunina er ein dæla og við hraunið eru sex sprautustútar sem setja út 200 lítra af vatni á sekúndu. Með slíku er hraunveggurinn kældur sem aftur ætti að hlífa varnargörðunum sem reistir hafa verið. Þetta er greinilega að skila nokkrum árangri,“ tiltekur Helgi. Hann segist vera

...