Örn V. Kjartansson, framkvæmdastjóri M3 fasteignaþróunar, áformar að hefja framkvæmdir við Vesturhöfn í vor. Gangi allt að óskum munu fyrstu íbúðirnar koma á markað 2027. Svæðið hefur einnig verið nefnt Vesturbugt en það er milli Mýrargötu 26 og Icelandair Marina-hótelsins
Bílastæðinu lokað Bannað að leggja, framkvæmdasvæði, segir á skilti sem lóðarhafar hafa sett upp.
Bílastæðinu lokað Bannað að leggja, framkvæmdasvæði, segir á skilti sem lóðarhafar hafa sett upp. — Morgunblaðið/sisi

Baldur Arnarson

baldura@mbl.is

Örn V. Kjartansson, framkvæmdastjóri M3 fasteignaþróunar, áformar að hefja framkvæmdir við Vesturhöfn í vor. Gangi allt að óskum munu fyrstu íbúðirnar koma á markað 2027. Svæðið hefur einnig verið nefnt Vesturbugt en það er milli Mýrargötu 26 og Icelandair Marina-hótelsins. Reykjavíkurborg samþykkti tilboð M3 fasteignaþróunar í byggingarréttinn í byrjun október og hefur félagið lokað bílastæðinu sem var á lóðinni. Kaupverð var um 3,2 milljarðar með gatnagerðargjöldum.

Færa þarf götuna

„Ef vel gengur að afla leyfa fyrir teikningum og öðru áforma ég að byrja að byggja í vor en samhliða þarf borgin að færa Rastargötuna nær höfninni. Jafnframt þurfa Veitur að færa lagnir og gera þarf sitthvað fleira áður en hægt er að hefjast handa,“ segir

...