Harpa Mendelssohn ★★½·· Mozart og Beethoven ★★★★½ Tónlist: Fanny Mendelssohn (Konsertforleikur í C-dúr), Wolfgang Amadeus Mozart (Píanókonsert nr. 21 í C-dúr) og Ludwig van Beethoven (Sinfónía nr. 4 B-dúr). Einleikari og hljómsveitarstjóri: Sunwook Kim. Sinfóníuhljómsveit Íslands. Konsertmeistari: Una Sveinbjarnardóttir. Áskriftartónleikar í Eldborg Hörpu fimmtudaginn 14. nóvember 2024.
Tónlist
Magnús Lyngdal
Magnússon
Fanny Mendelssohn (1805-1847) var fjórum árum eldri en bróðir hennar, Felix. Þau fæddust bæði í Hamborg en ólust upp við góðan kost í Berlín. Fjölskyldan, sem var af gyðingaættum, var vel efnum búin og ólust börnin því upp við góðan kost og fyrirtaks menntun. Bæði Fanny og Felix námu tónlist í öndverðu hjá móður sinni en síðar hjá Carl Friedrich Zelter, kunnum tónsmíðakennara á sinni tíð. Á þessum tíma voru framavonir gyðinga hins vegar takmarkaðar og afréðu því foreldrarnir að láta skíra systkinin til kristinnar trúar strax á barnsaldri. Annars var uppeldið á engan hátt trúarlegt og þessi gjörningur var fyrst og fremst gerður til þess að tryggja börnunum full borgaraleg réttindi þegar fram í sækti.
Felix er
...