Jón Pétur Zimsen hefur látið verkin tala undanfarin 30 ár með frábærum árangri sem kennari og stjórnandi.
Valdimar Helgason
Valdimar Helgason

Valdimar Helgason

Bráðlega fara fram alþingiskosningar á Íslandi, sem er lýðveldi með lýðræðislegri stjórnskipan. Menntun er grundvöllur lýðræðis, af því að hún veitir fólki þekkingu og hæfni til að taka upplýstar ákvarðanir, greina áreiðanlegar upplýsingar frá ótraustum og skilja mikilvæg og flókin málefni. Menntun tryggir hæfni til að taka þátt í samfélagsumræðu og styrkir gagnrýna hugsun og ábyrgð, þannig að atkvæðisréttur hvers og eins byggist á upplýstum ákvörðunum.

Hvar liggur umræðan um menntamál?

Í ljósi þessa er dapurlegt að í aðdraganda kosninganna hafi menntamál verið nánast ósýnileg í málflutningi þeirra, sem telja sig hæfa til setu á Alþingi. Fulltrúalýðræði má ekki birtast í því að frambjóðendur temji sér áherslur og orðaflaum er þeir telja líkleg til að fanga athygli sem flestra og styggja sem fæsta.

...