Bóndi Steinþór Logi Arnarsson er gestur Eggerts Skúlasonar í Dagmálum.
Bóndi Steinþór Logi Arnarsson er gestur Eggerts Skúlasonar í Dagmálum.

Steinþór Logi Arnarsson, formaður Samtaka ungra bænda, er 25 ára og rekur ásamt konu sinni sauðfjárbú með sex hundruð kindur á húsi í vetur. Nýlega lauk Steinþór hringferð um landið með Bændasamtökum Íslands þar sem bændur og búalið ræddu stöðu landbúnaðar á Íslandi. Verkefnin eru fjölmörg. Búvörusamningar renna út árið 2026 og undirbúningur er hafinn að því samtali við ríkisvaldið. Ásókn í jarðir hefur aukist og dæmi eru um að bankað sé upp á árlega þar sem fjársterkir aðilar vilja kaupa jarðir. Það er sjaldnast vegna áhuga á búskap. Í því samhengi telur hann rétt að hugað sé að búsetuskyldu á jörðum og nefnir sem dæmi að Danir eru ekki bara með búsetuskyldu heldur einnig nýtingarskyldu á jarðnæði. Hér er á ferðinni verðugur fulltrúi nýrrar kynslóðar í landbúnaði.