Runólfur Pálsson
Runólfur Pálsson

„Aðstöðuleysi Landspítala er tilfinnanlegt,“ segir Runólfur Pálsson forstjóri Landspítalans. Á sjúkrahúsinu hefur sú áhersla gilt síðustu árin að þjónustu við sjúklinga hefur í ríkum og vaxandi mæli verið sinnt með þjónustu á göngu- og dagdeildum. Svo verður áfram, en þörf er þó á því að snúa að nokkru leyti til baka og fjölga legurýmum. Við sameiningu stóru sjúkrahúsanna í Reykjavík um aldamótin voru rými 1.260 en eru nú 650, sem þykir orðið of lítið.

„Legurými á Landspítala eru nú alltof fá; nú þurfum við að bæta að minnsta kosti 100 slíkum við á næstu misserum. Forgangsmál er að fjölga hjúkrunarrýmum svo unnt sé að flytja frá spítalanum sjúklinga sem þarfnast slíkrar þjónustu. Fleira þarf þó að koma til. Bæði við Hringbraut og í Fossvogi hefur legudeildum í sumum tilvikum verið breytt að þörfum göngudeilda; þar verið útbúin viðtalsherbergi, aðgerðastofur og

...