„Okkar upplifun er sú að þörf sé á aukinni þekkingu í samfélaginu á þeim úrræðum sem í boði eru á Norðurlandi. Það er líka mikilvægt að vekja athygli á því hversu nauðsynlegt það er að tryggja áframhaldandi starfsemi þeirra frábæru samtaka sem …
Meistaranemar Erla Lind Friðriksdóttir, til vinstri, og Birna Guðrún Árnadóttir standa að málþinginu á Akureyri í dag.
Meistaranemar Erla Lind Friðriksdóttir, til vinstri, og Birna Guðrún Árnadóttir standa að málþinginu á Akureyri í dag. — Morgunblaðið/Margrét Þóra

Margrét Þóra Þórsdóttir

Akureyri

„Okkar upplifun er sú að þörf sé á aukinni þekkingu í samfélaginu á þeim úrræðum sem í boði eru á Norðurlandi. Það er líka mikilvægt að vekja athygli á því hversu nauðsynlegt það er að tryggja áframhaldandi starfsemi þeirra frábæru samtaka sem starfa á landsbyggðinni og eru rekin með styrkjum,“ segja þær Birna Guðrún Árnadóttir og Erla Lind Friðriksdóttir á Akureyri.

Þær standa fyrir málþingi í Háskólanum á Akureyri í dag, mánudaginn 25. nóvember, með heitinu „Hver grípur þig? Frí þjónusta á Norðurlandi.“ Þar kynna sjö samtök sem starfa á Norðurlandi starfsemi sína. Dagurinn markar upphaf 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi.

Hugmyndin kviknaði í samræðum við dr. Sigrúnu Sigurðardóttur,

...