„Þegar hugvit unga fólksins og háskólans fer saman þá munu bara góðir hlutir koma út úr því,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráherra, við undirritun samnings við Háskóla Íslands um stuðning ráðuneytisins við kaup á sérhæfðum rafhlöðuprófunarbúnaði
Óskar Bergsson
oskar@mbl.is
„Þegar hugvit unga fólksins og háskólans fer saman þá munu bara góðir hlutir koma út úr því,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráherra, við undirritun samnings við Háskóla Íslands um stuðning ráðuneytisins við kaup á sérhæfðum rafhlöðuprófunarbúnaði.
Um er að ræða búnað sem gerir það kleift að ástandsgreina, prófa og herma notkun rafhlaðna og nýtist m.a. í þróunarverkefni sem unnið er með fyrirtækinu Alor ehf. um endurnýtingu á notuðum rafbílarafhlöðum. Búnaðinum verður komið fyrir í rannsókna- og þróunaraðstöðu Háskóla Íslands í Sjávarklasanum, sem nú er verið að standsetja.
Morgunblaðið greindi frá endurnýtingu rafbílageyma á laugardag.
Guðlaugur Þór
...