Vonandi kjósa Íslendingar nú flokka sem vilja frekar uppbyggingu en niðurskurð.
Stefán Ólafsson
Hægri stjórnmálaflokkar leggja nú höfuðáherslu á niðurskurð ríkisútgjalda í velferðar- og innviðakerfum okkar. Svo bæta þeir við hugmyndum um sölu verðmætra ríkiseigna og lofa í lokin lækkun skatta, sem hingað til hefur einkum skilað sér til þeirra tekjuhærri og eignameiri.
Minni umsvif ríkisins þýða minna velferðarríki og veikari innviðir, enda eru velferðarútgjöldin stærsti hluti ríkisútgjalda. Þessar áherslur eru aðalmálin hjá Miðflokknum, Lýðræðisflokknum, Viðreisn og auðvitað Sjálfstæðisflokknum, sem er höfundur þessarar stefnu.
Stefnan sem setti samfélagið á ranga leið
Þetta er stefnan sem hefur verið mest ráðandi hjá ríkisstjórnum okkar frá 2013. Í nýlegri könnun ASÍ kom fram að tæp 70% kjósenda segja samfélagið hafa verið á rangri leið
...