Sædís Rún Heiðarsdóttir varð í gær norskur bikarmeistari í fótbolta með Vålerenga eftir að liðið hafði betur gegn Rosenborg í Íslendingaslag í bikarúrslitum, 1:0, á Ullevaal-vellinum í Ósló í gær. Tímabilið hjá Vålerenga og Sædísi hefur verið…
Tvöfalt Sædís Rún Heiðarsdóttir og samherjar hennar hjá Vålerenga fagna bikarmeistaratitlinum á Ullevaal-vellinum í gær eftir sigur á Rosenborg.
Tvöfalt Sædís Rún Heiðarsdóttir og samherjar hennar hjá Vålerenga fagna bikarmeistaratitlinum á Ullevaal-vellinum í gær eftir sigur á Rosenborg. — Ljósmynd/Vålerenga

Sædís Rún Heiðarsdóttir varð í gær norskur bikarmeistari í fótbolta með Vålerenga eftir að liðið hafði betur gegn Rosenborg í Íslendingaslag í bikarúrslitum, 1:0, á Ullevaal-vellinum í Ósló í gær.

Tímabilið hjá Vålerenga og Sædísi hefur verið sérlega gott því að liðið vann einnig norska meistaratitilinn með afar sannfærandi hætti. Varnarmaðurinn Sara Lindbak Horte skoraði sigurmark Vålerenga í gær á 62. mínútu.

Sædís lék allan leikinn sem kantbakvörður vinstra megin. Selma Sól Magnúsdóttir lék fyrstu 70 mínúturnar á miðjunni hjá Rosenborg og nældi sér í gult spjald.

Tímabili Vålerenga er ekki lokið því að liðið á eftir leiki gegn stórliðum í tveimur síðustu umferðum riðlakeppninnar í Meistaradeildinni.

...