Viðtal
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Það virðist ekki vera á allra vitorði, enda hefur bankinn ekki endilega auglýst það mikið, en árið 2019 hóf Arion banki að bjóða völdum hópi viðskiptavina upp á sérþjónustu undir merkjum Premíu.
Jóhann Möller er framkvæmdastjóri markaða hjá bankanum og segir hann Premíu hafa verið í stöðugri þróun undanfarin fimm ár og sé núna komið í þá mynd að byggjast á þremur stoðum: „Við sáum að það var vöntun á sérstakri þjónustu fyrir umsvifameiri viðskiptavini bankans, sem er það sem Premía gengur út á, og fellur þar meðal annars undir almenn bankaþjónusta og einkabankaþjónustan okkar sem einnig var í boði hjá forvera okkar Kaupþingi og Búnaðarbankanum þar á undan. Nýjasti þjónustustraumurinn sem fellur undir Premíu þjónustu er Premía fjárstýring, sem úti í
...