Karl Gauti Hjaltason segir vera kominn tíma á svokölluð raunveruleg stjórnmál aftur en ekki umbúðastjórnmál.
„Fólk talar um veskið sitt, útgjöldin sín, fólk er að kaupa íbúðir og borgar miklu meira af lánum sínum en áður. Það þarf að koma böndum á ríkisfjármálin, þau eru algjörlega úr böndunum,“ segir hann.
Hann segir vinstri stjórn Samfylkingar og Viðreisnar vera í kortunum miðað við kannanir og það þýði hærri skattar og hærri útgjöld. Karl segir ráðaleysi ríkja í málefnum hælisleitanda og hann segir stefnu Miðflokksins vera þá að Ísland eigi ekki að taka á móti stökum hælisleitendum, aðeins kvótaflóttamönnum. Um aðra flokka segir hann: „Vandamálið er ekki leyst og þessir flokkar forðast að tala um þetta því þeir ætla ekkert að gera í þessu. Þeir hafa ekki aflið, þeir hafa ekki viljann og þeir hafa ekki getuna til að fara í þetta,“
...