Jóhanna Malen Skúladóttir
Jóhanna Malen Skúladóttir

Viðvarandi gasmengun frá eldgosinu við Sundhnúkagíga var við Grindavík í gær. Hættan er þekkt og allur er varinn góður. Þau sem eru að störfum svo sem við gerð varnargarða og hraunkælingu eru með gasmæla og þannig í færum til þess að bregðast við. Öðrum sem fara inn á svæðið er einnig gert að vera með nauðsynleg öryggistæki.

Spáð er að í dag, mánudag, verði hægur vindur sunnanlands. Gas mun því safnast fyrir nærri gosstöðvunum en ekki berast langt.

Á morgun, þriðjudag, og á miðvikudag er spáð suðvestanátt. Þá gæti gas borist yfir höfuðborgarsvæðið og víðar, sagði Jóhanna Malen Skúladóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is í gærkvöldi.

Gaslosun er helsti drifkraftur kviku í eldgosum þar sem gas hækkar flot kviku og kemur henni upp á yfirborðið. Mengun

...