Liverpool náði í gær átta stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta með torsóttum útisigri á Southampton, 3:2. Dominik Szoboszlai kom Liverpool yfir á 30. mínútu en þeir Adam Armstrong og Mateus Fernandes svöruðu fyrir Southampton á 42
Enski boltinn
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Liverpool náði í gær átta stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta með torsóttum útisigri á Southampton, 3:2.
Dominik Szoboszlai kom Liverpool yfir á 30. mínútu en þeir Adam Armstrong og Mateus Fernandes svöruðu fyrir Southampton á 42. og 56. mínútu. Eftir það var komið að Mohamed Salah því Egyptinn jafnaði á 65. mínútu og skoraði svo sigurmarkið úr víti á 83. mínútu.
Fimm sigrar í röð
Liverpool hefur unnið fimm leiki í röð í öllum keppnum og heldur áfram að heilla undir stjórn Arnes Slots, þótt frammistaðan hafi oft verið betri en í gær.
Liverpool nýtti sér fimmta tap Manchester City
...