Réttarhöldin um reynslulausn norska fjöldamorðingjans Anders Behrings Breiviks, sem nú standa yfir í Héraðsdómi Ringerike, Asker og Bærum í Noregi og fara fram í íþróttasal fangelsisins í Ringerike af öryggisástæðum, hefðu með réttu átt að hefjast í …
Atli Steinn Guðmundsson
atlisteinn@mbl.is
Réttarhöldin um reynslulausn norska fjöldamorðingjans Anders Behrings Breiviks, sem nú standa yfir í Héraðsdómi Ringerike, Asker og Bærum í Noregi og fara fram í íþróttasal fangelsisins í Ringerike af öryggisástæðum, hefðu með réttu átt að hefjast í júní en var frestað fram í nóvember vegna krafna Øysteins Storrviks, lögmanns og verjanda Breiviks.
Kveikjan að þessu öllu var nýtt ástarsamband sálfræðingsins Inni Rein sem starfar hjá fangelsismálastofnun Noregs og kom að því að leggja sálfræðilegt mat á hættuna sem af Breivik stafaði fyrir réttarhöldin um fyrri umsókn fjöldamorðingjans um reynslulausn. Var skýrslan með því mati lögð fram í júní í fyrra.
Taldi ekki ná nokkurri átt
Felldu þau hugi
...