Max Verstappen, ökuþór hjá Red Bull, tryggði sér í gærmorgun heimsmeistaratitil ökuþóra í Formúlu 1 þegar hann endaði í fimmta sæti í Las Vegas-kappakstrinum.
Það nægði því að það eina sem Verstappen þurfti að gera var að enda fyrir ofan keppinaut sinn Lando Norris á McLaren sem endaði í sjötta sæti.
Þegar tvær keppnir eru eftir af tímabilinu er Verstappen með 63 stiga forystu á Norris þegar aðeins er hægt að fá 60 stig til viðbótar og er því Verstappen heimsmeistari.
Jafnaði goðsagnir
Hann kemst í fámennan hóp þeirra sem hafa orðið heimsmeistarar fjórum sinnum eða oftar en þar voru fyrir Alain Prost, Sebastian Vettel, Juan Manuel Fangio, Michael Schumacher og Lewis Hamilton.
...