Inga Þóra Herbertsdóttir Wessman fæddist á Ísafirði 6. nóvember 1935. Hún lést í faðmi fjölskyldunnar á heimili sínu í Drammen 7. október 2024.

Hún var dóttir hjónanna Sigurjóns Herberts Sigurjónssonar bakara, f. 1913, d. 2003, og Bjargar Bergþóru Bergþórsdóttur húsmóður, f. 1914, d. 1995. Bróðir hennar var Sigurjón (Onni), f. 1938, d. 1995.

Eftirlifandi eiginmaður Ingu er Ib Wessman matreiðslumeistari, f. 1934. Börn þeirra eru Bergþóra Laila, f. 1960, Ægir Ib, f. 1963, d. 2019, og Flemming Gauti, f. 1972.

Fyrri maður Ingu var Einar Lúðvíksson rafvirkjameistari. Hann fórst af slysförum 1955. Sonur þeirra er Einar Ingþór, f. 1954.

Útför fór fram í kyrrþey.

Árið 1945 hittust fjórar stúlkur

...