Vextir, verðbólga og biðlistar. Þetta eru málefnin sem brenna á heimilum landsins í aðdraganda kosninga og þetta eru áskoranir sem Viðreisn hefur skýr svör við, bæði til skemmri og lengri tíma. Samtöl fulltrúa Viðreisnar við fólk víðs vegar um…
Hanna Katrín Friðriksson
Hanna Katrín Friðriksson

Vextir, verðbólga og biðlistar. Þetta eru málefnin sem brenna á heimilum landsins í aðdraganda kosninga og þetta eru áskoranir sem Viðreisn hefur skýr svör við, bæði til skemmri og lengri tíma. Samtöl fulltrúa Viðreisnar við fólk víðs vegar um landið undanfarnar vikur og mánuði sýna líka svo ekki verður um villst að það er engin eftirspurn eftir neikvæðri kosningabaráttu sem snýst um að reyna að „taka pólitíska andstæðinga niður“. Fólk vill lausnamiðuð stjórnmál þar sem hagsmunir almennings eru í fyrirrúmi. Þetta hefur frá upphafi verið leiðarljós Viðreisnar og verður áfram.

Í vikunni birti stéttarfélagið Viska greiningu sem sýnir að kaupmáttur ungs fólks á aldrinum 30-39 ára hefur staðið í stað í tvo áratugi á Íslandi og á sama hefur ójöfnuður á milli kynslóða aukist meira á Íslandi en annars staðar á Norðurlöndum. Unga fólkið á Íslandi virðist þannig í allt annarri og verri stöðu í

...

Höfundur: Hanna Katrín Friðriksson