Samtalið við kjósendur er það skemmtilegasta við stjórnmálin. Komandi kosningar skipta miklu máli fyrir næstu fjögur ár. Kannanir helgarinnar sýna að Framsókn á á brattann að sækja. Við frambjóðendur flokksins finnum hins vegar fyrir mjög hlýjum…
Lilja Dögg Alfreðsdóttir
Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Samtalið við kjósendur er það skemmtilegasta við stjórnmálin. Komandi kosningar skipta miklu máli fyrir næstu fjögur ár. Kannanir helgarinnar sýna að Framsókn á á brattann að sækja. Við frambjóðendur flokksins finnum hins vegar fyrir mjög hlýjum straumum og trúum því að okkar fjölmörgu verk í þágu samfélagsins nái í gegn fyrir kosningarnar hinn 30. nóvember.

Við finnum að fólk kann einmitt að meta að Framsókn hafi frekar einbeitt sér að því að klára verkefnin í stað þess að taka þátt í reglulegum deilum Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. Því fylgir ábyrgð að stjórna landi.

Við heyrum líka að mörgum hrýs hugur við að upp úr kjörkössunum komi hrein hægristjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Miðflokks með tilheyrandi sveltistefnu, niðurskurði og vanhugsaðri einkavæðingu ríkiseigna.

Nú eða hrein ESB-stjórn

...

Höfundur: Lilja Dögg Alfreðsdóttir