Sigurður Jónsson
Samkvæmt skoðanakönnunum gæti svo farið að Samfylkingin yrði í forystu næsta kjörtímabil gæti kjósendur ekki að sér. Reynslan af forystu Samfylkingar í ríkisstjórn var dýrkeypt fyrir marga landsmenn. Samfylkingin hafði forystu í ríkisstjórn kjörtímabilið 2009 til 2013. Þá vantaði ekki fögur kosningaloforð eins og nú. Samfylkingin ætlaði að reisa skjaldborg til bjargar heimilum landsins. Hver var reyndin? Mörg þúsund fjölskyldur misstu heimili sín. Kjör eldri borgara voru skert svo um munaði. Leysa átti öll vandamál með skattahækkunum. Trúa kjósendur því virkilega að framkvæmd Samfylkingarinnar verði eitthvað öðruvísi núna en þá?
Mesti áfellisdómurinn á stjórnarfar Samfylkingar kemur reyndar frá Kristrúnu formanni, er reyndar besti dómurinn um að forystu Samfylkingar sé ekki treystandi. Það vakti mikla athygli þegar formaðurinn lýst
...