Stórátak þarf í byggingu húsnæðis og auka þannig framboð til að mæta gríðarlegri eftirspurn og binda enda á húsnæðisskort vegna mikillar fólksfjölgunar.
Eyjólfur Ármannsson
Eyjólfur Ármannsson

Eyjólfur Ármannsson

Ríkisstjórnin hefur gert lítið sem ekkert til að auka framboð á húsnæði til að mæta hinni gríðarlegu eftirspurn á tímum fordæmalausrar íbúafjölgunar. Okkur hefur fjölgað um 15% frá 2017. Um 1.200 íbúðir í Grindavík hurfu vegna eldsumbrotanna á Reykjanesi. Gríðarleg fjölgun hælisleitenda hefur aukið eftirspurn eftir húsnæði. Til að ná niður verðbólgu er gríðarlega mikilvægt að tryggja nægt framboð á húsnæði út um allt land fyrir lág- og millitekjufólk og fyrstu kaupendur. Einungis þannig getum við náð niður vöxtunum.

Verðbólgan er 5,1% og helmingur hennar er vegna húsnæðisliðarins. Í september var hún 6% en án húsnæðisliðarins 3,6%. Framboð á húsnæði hefur ekki aukist síðan. Ríkisstjórnin setti 7,3 ma.kr. í stofnframlög til að styðja við byggingu 1.000 íbúða. Samt vantar þar 200 íbúðir til að ná fjölda íbúða sem hvarf í

...