Grímur Grímsson
Eitt af fáum kosningaloforðum Viðreisnar fyrir komandi kosningar sem kalla á útgjöld er að við ætlum að fjölga lögreglumönnum. Ég hef starfað sem lögreglumaður í ríflega 37 ár og ég veit að það vantar lögreglumenn á flesta pósta.
Stór verkefni
Þó að lögreglumenn á Íslandi séu fáir er um einvalalið að ræða sem við getum verið stolt af. Best sýnir hæfni og geta þeirra sig þegar mikið er að gera og ná þarf utan um stóra atburði eða verkefni. Við þær aðstæður leggjast allir á eitt og útkoman er yfirleitt góð. Varðandi verkefnisem vel hefur tekist til með má nefna verkefni lögreglu sem tengdust heimsfaraldrinum, verkefni almannavarnardeilda vegna eldsumbrota á Reykjanesi, fund Evrópuráðsins í maí 2023 og fund Norðurlandaráðs í október sl., þar sem forseti Úkraínu var á meðal gesta. Það er mikilvæg staðreynd að
...