Guðrún Hafsteinsdóttir
Ísland hefur um áratugaskeið verið metið öruggasta land í heimi. Það eru mikil lífsgæði fólgin í því að búa á Íslandi en þróun heimsmála sýnir að öryggi er ekki sjálfgefið. Að því þarf að vinna markvisst; horfa með raunsæjum hætti á stöðu og þróun mála og bregðast við af yfirvegun og festu.
Löggæslustofnanir eru lykilstofnanir í íslensku samfélagi til að verjast hvers kyns ógnum. Þær hafa mikilvægu hlutverki að gegna til að gæta almannaöryggis og halda uppi lögum og reglum í landinu. Við Íslendingar starfrækjum ekki her, líkt og önnur ríki gera, og er því mikilvægt að hér séu starfandi löggæsluyfirvöld sem hafa yfir að ráða öflugum og nægum mannafla, viðeigandi búnaði og nauðsynlegum valdheimildum.
Það hefur verið áherslumál Sjálfstæðisflokksins á liðnu kjörtímabili að
...