Kristján Guðmundsson, Sigfús Gizurarson
Í aðdraganda alþingiskosninga 2024 hafa heilbrigðismál ekki verið eins fyrirferðarmikil og oft áður úr ranni þeirra sem starfa innan heilbrigðiskerfisins. Kannski er ástæðan að fólki finnst önnur mál mikilvægari eða kannski er ekki yfir neinu að kvarta. Það er þó ekki trúlegt. Heilbrigðismál eru afar mikilvæg og snerta okkur öll, og margt sem þarfnast umræðu í málaflokknum. Sem dæmi má nefna ástandið á bráðamóttöku Landspítalans, langir biðlistar, skortur á heimilislæknum og öðru heilbrigðisstarfsfólki auk skorts á hjúkrunarrýmum. En ætli ástæðan sé ekki frekar sú að fólk er ánægt með núverandi heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson. Ánægt með þann árangur sem hann hefur náð og þau markmið sem hann hefur sett.
Síðustu þrjú ár hefur nefnilega ríkt meiri sátt og friður um heilbrigðismál en oft áður. Við höfum
...