Bogi Jónsson
Heilbrigðismálin eru grundvöllur velferðar. Aukinn fólksfjöldi hefur haft í för með sér aukið álag á heilbrigðiskerfið sem þegar var undir of miklu álagi. Undirritaður hefur unnið tvo áratugi erlendis sem læknir, fyrst í Svíþjóð, svo í Noregi. Mér rennur því blóðið til skyldunnar að skrifa fáein orð um heilbrigðismál í aðdraganda kosninga.
Mikið álag á heilbrigðisþjónustuna
hefur valdið gríðarlegu álagi á bráðamóttökum, sjúkrahúsum, heilsugæslu og hjúkrunarheimilum. Afleiðingin er langur biðtími. Langur biðtími skerðir þjónustuna og of langur biðtími getur valdið varanlegu tjóni.
Þetta þarf að leysa. Ekki bara með plani, ekki bara með auknum fjölda heilbrigðisstarfsmanna, ekki bara með auknum fjárveitingum og þar af leiðandi aukinni skattbyrði heldur með aukinni skilvirkni sem
...