Það segir sig sjálft að risavaxin útgjöld úr ríkissjóði, sem höggva nærri því að nema um 500 milljörðum, hafa haft veruleg áhrif á ríkisfjármálin.
Sigurður Kári Kristjánsson
Sigurður Kári Kristjánsson

Sigurður Kári Kristjánsson

Í þessari kosningabaráttu hafa fráfarandi ríkisstjórnarflokkar legið undir gagnrýni vegna stöðu ríkisfjármála. Sú gagnrýni hefur ekki síst snúið að því að ríkisútgjöld hafi vaxið of mikið. Þeir sem lengst ganga í yfirlýsingum segja ríkisstjórnina hafa slegið Íslandsmet í útgjaldaaukningu.

Þessi gagnrýni hefur helst beinst að Sjálfstæðisflokknum, enda hinir flokkarnir, Framsókn og Vinstri-græn, ekki beint þekktir fyrir að sýna aðhald í ríkisrekstri.

Flokkar sem flogið hafa hæst í skoðanakönnunum, og margt bendir til að bæti hvað mestu fylgi við sig frá síðustu kosningum, Samfylking og Viðreisn, hafa gengið harðast fram í þessari gagnrýni, þrátt fyrir að hafa báðir boðað gríðarlega aukningu ríkisútgjalda með kosningaloforðum sínum sem ekki verður séð að verði fjármögnuð nema

...