Samfélagið og ríkissjóður munu bæði tapa á skattheimtunni þegar upp verður staðið.
Pétur Hafsteinn Pálsson
Pétur Hafsteinn Pálsson

Pétur Hafsteinn Pálsson

Enn á ný gýs í nágrenni Grindavíkur og enn á ný þurfa þeir sem í framlínunni standa að rifja upp til hvers er barist og hvað er til staðar í þeirri baráttu. Staðsetning bæjarins, nægt húsnæði fyrir íbúa og fyrirtæki, baráttusaga okkar við ströndina, baráttusaga okkar við hraunið, verkfræðiundur varnargarðanna, milljarðavirði atvinnutækjanna, tækifæri ferðaþjónustunnar, innviðir bæjarins, orku- og vatnsveitur sem þjóna öllum á Suðurnesjum og fólkið sjálft, reynsla þess og staðfesta með viljann að vopni. Verkefni okkar er risavaxið og endurreisnin mun taka langan tíma, sennilega hátt í áratug.

Atvinnulífið í Grindavík er að stórum hluta tvískipt. Annars vegar er sjávarútvegurinn, sem skartar bæði stórum og litlum fyrirtækjum, og hins vegar eru fyrirtæki í verslun, þjónustu og iðnaði sem flest eru af minni gerðinni. Litlu

...