Tryggvi Snær Hlinason er annar tveggja leikmanna sem hafa varið flest skot í undankeppni Evrópumóts karla í körfubolta. Tryggvi varði tvö skot með tilþrifum í hinum magnaða sigri Íslands á Ítalíu, 81:74, í Reggio Emilia í fyrrakvöld og hefur varið…
Tryggvi Snær Hlinason er annar tveggja leikmanna sem hafa varið flest skot í undankeppni Evrópumóts karla í körfubolta. Tryggvi varði tvö skot með tilþrifum í hinum magnaða sigri Íslands á Ítalíu, 81:74, í Reggio Emilia í fyrrakvöld og hefur varið tíu skot í keppninni, jafnmörg og Michael Fusek frá Slóvakíu. Næstu menn á eftir þeim hafa varið fjögur og fimm skot.
Kristinn Pálsson er einnig ofarlega á blaði í tölfræði undankeppni EM í körfubolta. Hann skoraði fimm þriggja stiga körfur gegn Ítalíu og hefur nú ásamt einum öðrum skorað flestar slíkar körfur í undankeppninni, 11 samtals.
Eyjamaðurinn Eiður Aron Sigurbjörnsson mun leika áfram með Vestra í Bestu deild karla í fótbolta á næsta tímabili. Eiður hafði áður
...