Ríkið á ekki að miðstýra verðmætasköpun í landinu því hún byggist á krafti sem aðeins frjálst framtak getur beislað. Þannig uppsker heildin að lokum.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir

Við vitum að Samfylkingin hefur ekki góða sögu að segja þegar kemur að meðferð á fjármunum skattgreiðenda. Rekstur Reykjavíkurborgar hefur verið rjúkandi rúst undir forystu Samfylkingarinnar og fyrirrennara hennar – sem haldið hafa um stjórnartauma borgarsjóðs meira og minna síðustu þrjá áratugina. Það er því ákveðin kaldhæðni fólgin í því að Samfylkingin skuli veifa fingri framan í aðra þegar kemur að umræðum um opinberan rekstur.

Samfylkingin heldur því fram að verðbólgan og vaxtastig séu afrakstur stefnu Sjálfstæðisflokksins í efnahagsmálum. Verðbólguþróun á Íslandi hefur þó fylgt þróun annarra landa, líka landa þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki verið við völd.

Án húsnæðisliðar stendur 12 mánaða verðbólga nú í 2,8% og það er ljóst að

...