Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Við vitum að Samfylkingin hefur ekki góða sögu að segja þegar kemur að meðferð á fjármunum skattgreiðenda. Rekstur Reykjavíkurborgar hefur verið rjúkandi rúst undir forystu Samfylkingarinnar og fyrirrennara hennar – sem haldið hafa um stjórnartauma borgarsjóðs meira og minna síðustu þrjá áratugina. Það er því ákveðin kaldhæðni fólgin í því að Samfylkingin skuli veifa fingri framan í aðra þegar kemur að umræðum um opinberan rekstur.
Samfylkingin heldur því fram að verðbólgan og vaxtastig séu afrakstur stefnu Sjálfstæðisflokksins í efnahagsmálum. Verðbólguþróun á Íslandi hefur þó fylgt þróun annarra landa, líka landa þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki verið við völd.
Án húsnæðisliðar stendur 12 mánaða verðbólga nú í 2,8% og það er ljóst að
...