Atli Steinn Guðmundsson
atlisteinn@mbl.is
Íslendingar búa sig nú undir að ganga í kjörklefana og sýna lýðræðið í verki um helgina, en einn er þó hængurinn á. Síðan tekið var að halda íslenskar þingkosningar sama dag um allt land árið 1908 hafa þær aðeins verið haldnar þrívegis í mánuðum sem kalla má vetrarmánuði.
Var það í nóvembermánuðum 1919 og núna, og svo byrjun desember árið 1979. Þess utan hefur júní náð góðu kjöri sem kosningamánuður, 12 sinnum, október átta sinnum, apríl sjö sinnum og maí haft þrennar kosningar í röð, 1999, 2003 og 2007.
Sums staðar gæti brugðið til beggja vona á landinu á kosningadaginn. Kjósendur þurfa að komast á kjörstað og atkvæði á talningarstaði. Eins banna kosningalög að byrjað sé að telja atkvæði fyrr en kosningu er lokið alls staðar.
...