Baldur Óskarsson, framkvæmdastjóri og kennari, fæddist 26. desember árið 1940 í Vík í Mýrdal þar sem hann ólst upp. Hann lést á Hrafnistu 18. nóvember 2024.
Foreldrar hans voru hjónin Óskar Jónsson, þingmaður og starfsmaður Kaupfélags Skaftfellinga, fæddur 3. september 1899, dáinn 26. apríl 1969, og Katrín Ingibergsdóttir húsmóðir, fædd 8. október 1908, dáin 10. desember 2004.
Eiginkona Baldurs var Hrafnhildur Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur og leikari, þau skildu. Dætur þeirra eru Katrín Baldursdóttir blaðamaður, fædd 20. mars 1958, Ljósbrá Baldursdóttir forstjóri, fædd 24. júní 1971, og Eva Baldursdóttir lögfræðingur, fædd 16. júní 1982. Eftirlifandi sambýliskona Baldurs er Anna K. Jónsdóttir lyfjafræðingur. Börn hennar eru Herdís Anna Þorvaldsdóttir, Gunnlaug Þorvaldsdóttir, Jón Þórarinn Þorvaldsson og Hannes Þórður
...