50 ára Ingveldur ólst upp í Seljahverfi en var iðin við að fara út á land á sumrin, var barnapía á Ísafirði og svo á unglingsárunum vann hún sem vinnumaður á Staðarbakka í Fljótshlíð. Hún útskrifaðist sem stúdent af Náttúrufræðibraut FB. Ingveldur kláraði hjúkrunarfræði við HÍ vorið 2000.

Beint eftir útskrift réð Ingveldur sig sem hjúkrunarfræðing við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða þar sem störfin voru afar fjölbreytt. Leiðin lá svo til Hafnarfjarðar þar sem hún býr enn. Lengi vel starfaði hún sem hjúkrunarfræðingur á Landspítala en flutti til Árósa 2008 og bjó þar í tæp fjögur ár. Vann þar á Skejby Sygehus. Árið 2009 kláraði hún meistaragráðu í heilsuhagfræði. Ingveldur hefur líka unnið við hjúkrun í Osló og er í raun með hjúkrunarréttindi í þremur löndum. Í dag vinnur hún sem viðskiptastjóri í Vistor og hefur verið þar síðastliðin 11 ár. Ingveldur svaraði kalli

...