Áslaug Stefánsdóttir fæddist 27. nóvember 1929 í Fischersundi í Reykjavík. Áslaug er yngst af fimm systkinum en eldri systkini hennar eru öll látin. Áslaug ólst upp fyrstu æviár sín á Hringbrautinni en báðir foreldrar hennar fæddust og ólust upp í Reykjavík.
„Foreldrar mínir ráku kærleiksríkt heimili og okkur skorti aldrei neitt þó svo að við værum ekki efnafólk. Pabbi var töluvert fjarverandi vegna starfs síns sem stýrimaður og síðar skipstjóri hjá Eimskipafélaginu.“ Áslaug gekk í Ingimarsskólann eins og hann var kallaður þá, sem nú hýsir Tónmenntaskóla Reykjavíkur.
Þegar seinni heimsstyrjöldin braust út var Áslaug einungis tíu ára gömul og var þá send til Laugarvatns til að annast yngri börn. Þetta voru erfiðir tímar enda sá hún ekki fjölskyldu sína í fleiri mánuði.
Þegar Áslaug
...