Andrés Magnússon
Kosningavertíðin stendur sem hæst og það hefur verið nóg að gera á Morgunblaðinu og mbl.is við að fylgjast með og þefa uppi pólitískar fréttir, taka viðtöl við frambjóðendur, gera kannanir, reikna og spá.
Svo eru kappræður og uppgjörið eftir!
Þetta er skemmtilegt og þakklátt, gaman að kynnast frambjóðendum, en ekki síður að heyra í lesendum, áhorfendum og hlustendum, sem eru óhræddir að gefa sig fram við mann í Hagkaupum, bæði til að hrósa og hvetja.
Þetta er líka ólíkt því sem áður var þegar menn sérhæfðu sig í sínum miðli. Nú ægir öllu saman, það þarf að skrifa í blað og á vef, taka upp hlaðvörp, sjónvarpsviðtöl og hvaðeina. Helst allt í einu! Og svo blandast það saman: Hvernig er hægt að sýna línurit í hlaðvarpi? (Það er hægt.)
Tæknin og sjálfvirkni hjálpar mikið. Við Stefán Einar Stefánsson tókum t.d. sjónvarpsviðtöl við alla 60 oddvita framboðanna
...