Enn barst skemmtileg kveðja frá séra Hjálmari Jónssyni: Fyrir meira en hálfri öld var Ólafur í Forsæludal að mála húsþak og vildi svo illa til að hann datt ofan af þakinu og fór úr axlarlið auk annars

Pétur Blöndal

p.blondal@gmail.com

Enn barst skemmtileg kveðja frá séra Hjálmari Jónssyni: Fyrir meira en hálfri öld var
Ólafur í Forsæludal að mála húsþak og vildi svo illa til að hann datt ofan af þakinu og fór
úr axlarlið auk annars. Á Héraðshælinu var unglæknir, Hjálmar Freysteinsson. Hann svæfði bóndann, kippti í axlarliðinn og gerði að sárum hans. Þegar Ólafur var vaknaður og sæmilega áttaður kom læknirinn á stofuna. Óli orti:

Vel ég mætti muna þig

meðan ég helst á flakki

sem að fyrstur svæfðir mig

síðan ég var krakki.

Við útskrift af spítalanum fannst Ólafi rétt að fá áverka- og sjúkravottorð, kannski til að tryggja það að vera ekki í bráðina sendur aftur upp á

...