Breska símafyrirtækið Virgin Media O2 hefur kynnt Daisy, gervigreindarömmu sem sérhæfir sig í að eyða tíma svikahrappa. Daisy eyðir tíma þeirra með því að þykjast vera eldri kona með lélega tæknikunnáttu, og segir sögur af kettinum sínum og barnabörnunum. Lengstu símtölin hafa varað í allt að 40 mínútur. Daisy er hluti af baráttu fyrirtækisins gegn svikum og hefur þegar átt yfir þúsund símtöl. „Daisy snýr taflinu við með klókindum,“ segir talsmaður Virgin Media O2.

Nánar á K100.is.